Tilgangur FHF

Félag hljómplötuframleiðenda (skammstafað FHF) eru hagsmunasamtök fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að beita sér í hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna, standa vörð um réttindi þeirra og bæta skilyrði þeirra bæði hvað markaðsskilyrði og aukin réttindi varðar. FHF er einnig aðili að alþjóðasamtökum hljómplötuframleiðenda, IFPI með rúmlega 1400 aðildarfyrirtæki í 70 löndum. Félagsmenn í FHF standa fyrir um 90% markaðshlutdeildar í sölu hljómplatna hér á landi. FHF tekur árlega saman upplýsingar um sölu tónlistar hér á landi og stendur að vikulegri gerð Tónlistans og Lagalistans sem eru opinberir vinsældalistar um sölu hljómplatna í verslunum og mest spiluðu lögin í útvarpi. Tónlistinn og Lagalistinn eru birtir í Fréttablaðinu á fimmtudögum.

FHF er jafnframt deild innan Sambands hljómplötuframleiðenda og kemur að úthlutun til einstakra innlendra og erlendra framleiðenda hvað varðar opinbern flutning útgefinna hljóðrita í útvarpi og öðrum opinberum stöðum svo sem verslunum, veitingahúsum o.fl. Ennfremur tekur FHF þátt í ýmsum sameiginlegum verkefnum með öðrum rétthöfum hugverka m.a. í því skyni að sporna við hugverkabrotum á netinu. Félagsmenn í FHF sem eru af öllum stærðum og gerðum gefa út mjög fjölbreytt úrval af tónlist, en sala á íslensk tónlist nemur nú um 85% af heildarsölu hljómplatna hér á landi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>