Samþykktir FHF

Félag hljómplötuframleiðenda.

1.0. Nafn félagsins og heimilisfang
Nafn félagsins er Félag hljómplötuframleiðenda, skammstafað FHF.
Heimilis- og varnarþing er í Reykjavík.

2.0. Hlutverk.
FHF eru hagsmunasamtök hljómplötuframleiðenda með lögheimili á Íslandi.
Meginhlutverk félagsins er:
a) að stuðla að samstöðu í greininni og gæta sameiginlegra hagsmuna og réttinda þeirra sem framleiða hljómplötur og vera þannig málsvari gagnvart löggjafarvaldinu, hinu opinbera, erlendum samtökum hljómplötuframleiðenda, höfundarréttarsamtökum, samtökum flytjenda, útvarps- og sjónvarpsstöðvum og öðrum notendum hljómplatna.

b) að vera ráðgefandi varðandi framleiðslu, lagasetningu, höfundarétt, dómsmál, opinber gjöld og annað í tengslum við útgáfu hljómplatna.

c) að sporna við ólöglegri notkun útgefinna hljómplatna og hljóðrita, þ.á.m. ólöglegri dreifingu.

d) að standa að ýmsum sameiginlegum verkefnum innan greinarinnar bæði hvað snertir markaðs- og kynningarmál, og önnur mál sem félagsmenn ákveða hverju sinni.

e) að taka við greiðslum, og ráðstafa þeim til aðila að félaginu eftir gildandi úthlutunarreglum sem samþykktar hafa verið af félags-eða aðalfundi.

f) Að koma fram fyrir hönd aðila að sambandinu gagnvart Sambandi flytjenda og hljómplötuútgefenda (SFH), Innheimtumiðstöð gjalda (IHM) og Alþjóðasamtökum hljómplötuframleiðenda, International Federation of the Phonographic Industry ( IFPI) og öðrum hagsmunasamtökum sem félagið kann að verða aðili að.

3.0. Aðild.
Aðild getur verið annað hvort full aðild eða aukaaðild. Umsóknir um aðild berist stjórn sambandsins og skal í umsókn tilgreina starfsemi umsækjanda og umfang hennar.

Stjórn sambandsins fjallar um umsóknir um aðild en þær skulu síðan bornar undir félagsfund sem þarf að samþykkja inngöngu nýrra aðila.

3.1. Full aðild.
Aðilar að félaginu með full réttindi geta orðið hljómplötuframleiðendur, fyrirtæki eða einstaklingar, sem stunda reglubundna útgáfustarfsemi eða eru handhafar útgáfu – og/eða flutningsréttinda með eftirtöldum skilyrðum:
Starfsemin skal að jafnaði hafa staðið í eitt ár eða meira og útgefnar hljómplötur vera a.m.k. tvær á síðustu 4 árum. Sömu skilyrði gilda um þá sem eignast hafa útgáfu og/eða flutningsréttindi.

Stjórninni er þó heimilt að veita undanþágu frá þessari reglu.

Í fullri aðild að félaginu felst jafnframt félagsaðild að alþjóðasamtökum hljómplötuframleiðenda í London, International Federation of the Phonographic Industry.

3.2. Aukaaðild.
Heimilt er að sækja um aukaaðild að félaginu. Viðkomandi aðili þarf þó að uppfylla skilyrði 3. greinar hér að framan. Aukaaðilar hafa tillögurétt og málfrelsi á fundum félagsins en ekki atkvæðisrétt.

3.3. Úrsögn
Úrsögn þarf að fara fram skriflega og berast skrifstofu sambandsins með minnst þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. janúar.

4.0. Aðaltundur.
Aðalfundir félagsins skulu haldnir í Reykjavík, ekki síðar en í júnímánuði ár hvert.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

Skýrsla stjórnar.
Ársreikningur.
Félagsgjöld og inngöngugiald.
Laun stjórnar.
Kosning formanns og annarra stjórnarmanna
Kosning eins félagskjörins skoðunarmanns
Önnur mál.

4.1. Atkvæðisréttur.
Aðalfundur er æðsta vald í stjórn sambandsins.
Almennur meirihluti atkvæða þarf að liggja að baki hverri samþykkt á aðalfundi að undanskildum ákvörðunum um breytingar á samþykktum og félagsslitum í grein 13.0. Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu, nema einhver félaga krefjist skriflegrar atkvæðagreiðslu.

Hver félagsmaður með fulla aðild hefur eitt atkvæði við atkvæðagreiðslu í félaginu.

Félagi, sem ekki hefur greitt gjaldfallið félagsgjald til sambandsins hefur ekki atkvæðisrétt.

4.2. Tilkynning um aðalfund.
Formaður félagsins skal boða til aðalfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara og mest fjögurra vikna fyrirvara. Skal boð vera skridegt og sendast öllum félagsmönnum ásamt dagskrá fundarins.
Óski félagi að leggja fram á aðalfundi tillögu til afgreiðslu, skal gera það skriflega og
senda skrifstofu félagsins tillöguna í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.

4.3. Stjórn aðalfundar og fundarritun.

Á aðalfundi skal kjósa fundarstjóra og fundarritara, sem skráir fundargerð. Formaður
stjórnar og fundarritari senda að loknum aðalfundinum út fundargerð til allra aðila að
félaginu.

5.0. Félagslundur.
Félagsfundir skulu haldnir minnst tvisvar sinnum á ári, samkvæmt ákvörðun stjórnar. Boða skal skriflega til fundarins með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Tillögur að málum á dagskrá félagsfundar skulu berast stjórninni.
Meirihluti atkvæða viðstaddra aðila þarf að liggja að baki ákvörðunum á félagsfundinum.
Að loknum félagsfundi skal öllum aðilum send fundargerð. Ef athugasemdir berast ekki innan 2ja vikna skoðast hún samþykkt.

6.0. Stiórn.
Milli aðalfunda annast stjórn félagsins stjórn þess. Stjórnin skal skipuð 5 mönnum, ásamt 2 varamönnum, sem kjörnir eru á hverju ári á aðalfundi félagsins og skal formaður kosinn sérstaklega.

Nemi úthlutað fé til félagsmanns meira en 35 % af heildarúthlutun sem úthlutað er hjá félaginu fyrir síðasta ár samkvæmt gildandi úthlutunarreglum skal viðkomandi félagsmanni gefast kostur á að skipa einn mann í stjórn félagsins.

Nemi úthlutað fé til félagsmanns meira en 50 % af heildarúthlutun sem úthlutað er hjá félaginu fyrir síðasta ár samkvæmt gildandi úthlutunarreglum skal viðkomandi félagsmanni gefast kostur á að skipa tvo menn í stjórn félagsins.

Stjórnarformaður boðar til minnst tveggja stjórnarfunda á ári í samráði við stjórnarmenn.

Stjórnarfundir eru ákvörðunarhæfir þegar minnst þrír stjórnarmanna sækja fundinn og ræður afl atkvæða úrslitum mála á stjórnarfundi.
Stjórnin tilnefnir fulltrúa félagsins í stjórn SFH, IHM og IFPI Council.

7.0. Starfsmenn
Stjórn félagsins er heimilt að ráða starfsmenn til félagsins eða verktaka til sérverkefna og semja um kaup þeirra og kjör.

8.0. Félagsgjöld.
Aðalfundur ákveður upphæð félagsgjalda og inngöngugjalds félagsmanna með fullri aðild og aukaaðild fyrir hvert ár eftir tillögu stjórnar.
Félagsgjaldið er fast árgjald og gjalddagi þess er 1. júlí ár hvert.

9.0. Fjárhagsáætlun.
Á fyrsta stjórnarfundi hvers almanaksárs er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir nýhafið almanaksár. Fjárhagsáætlun þessi með þeim breytingum, sem stjórnin gerir á henni, er grundvöllur tillögu stjórnar um félagsgjöld á næsta aðalfundi.

10.0. Bókhald og endurskoðun.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningar félagsins skulu skoðaðir af einum félagskjörnum skoðunarmanni sem kjörinn er á aðalfundi.

11.0. Skuldbindingar.
Formaður kemur fram fyrir hönd félagsins varðandi öll fjármál þess. Sé um málefni að ræða, sem er utan fjárhagsáætlunar og varða hagsmuni félaga skal formaður bera slík málefni undir stjórn.
Formaður skuldbindur félagið eða tveir stjórnarmenn í sameiningu. Meiri háttar ákvarðanir, sem varða fjárhagslega eða lagalega hagsmuni félaga, skal stjórnin þó leggja fyrir félagsfund til samþykktar.

12.0. Úrsögn.
Félagi. sem hættir framleiðslu á hljómplötum og á engin útgáfu- eða flutningsréttindi vegna slíkrar útgáfu eða missir rétt til útgáfu, skal tekinn af félagaskrá. Skal slíkt gert á stjómarfundi. Ennfremur getur stjórnin vísað félaga úr félaginu, ef hann vinnur gegn hagsmunum þess eða vanefnir verulega skuldbindingar sínar við það. Ákvörðun stjórnar um brottrekstur úr félaginu má skjóta til aðalfundar, sé það gert skriflega innan tveggja vikna frá móttöku tílkynningarinnar.

13.0. Breytingar á samþykktum og slit sambandsins.
Breytingar á samþykktum þessum eða slit á félaginu geta aðeins átt sér stað á aðalfundi, þar sem minnst 2/3 atkvæðisbærra félaga eru til staðar og ákvörðunin samþykkt með minnst 2/3 atkvæða mættra fundarmanna.

Sé tillaga samþykkt með 2/3 atkvæða mættra fundarmanna, en ekki er til staðar ⅔ atkvæðisbærra félaga, skal stjórn innan 3ja vikna kalla saman nýjan aðalfund með dagskrá, þar sem ákvörðunin telst löglega samþykkt, ef 2/3 atkvæða félaga eru því meðmæltir.

Þegar félagið er lagt niður ákveður aðalfundur hvernig eignum og skuldum skuli ráðstafað.

14.0. Gerðardómur.
Ágreining milli félagsins og félagsmanna þess ber að leggja fyrir gerðardóm en ekki almenna dómstóla.

Gerðardómurinn er skipaður 3 mönnum, og tilnefnir stjórn félagsins einn þeirra og sá eða þeir, sem ágreiningur er við annan. Í sameiningu tilnefna þeir þriðja mann, sem er formaður gerðardómsins og skal hann vera dómari eða lögmaður. Ef ekki næst samkomulag um formann, tilnefnir dómstjórinn í Reykjavík formann dómsins.

Mál skulu flutt skriflega fyrir gerðardóminum, nema í sérstökum tilvikum, þegar formaður dómsins fellst á munnlegan flutning.

Niðurstaða gerðardómsins er endanleg og bindandi, og verður ekki skotið til almennra
dómstóla nema til þess að framfylgja niðurstöðu gerðardómsins. Um málsmeðferð að
öðru leyti fer eftir lögum um samningsbundna gerðardóma nr. 53/ 1989.

Þannig samþykkt af laganefnd FHF á fundi 3. júní 2004.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ásmundur Jónsson, Gunnar Guðmundsson, Ragnar Birgisson, Sigfríður Björnsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson.