Söluviðurkenningar

Félag hljómplötuframleiðenda staðfestir söluviðurkenningar fyrir félagsmenn sína samkvæmt eftirfarandi viðmiðum.    

Breiðskífur:

  • Gullplata: sala yfir 2.500 eintök (samanlögð seld eintök í föstu formi og streymis eintök)
  • Platínuplata: sala yfir 5.000 eintök (samanlögð seld eintök í föstu formi og streymis eintök)
  • Tvöföld platínuplata: sala yfir 10.000 eintök (samanlögð seld eintök í föstu formi og streymis eintök)
  • Þreföld platínuplata: sala yfir 15.000 eintök og svo framvegis (samanlögð seld eintök í föstu formi og streymis eintök)
  • Demantsplata: sala yfir 50.000 eintök (samanlögð seld eintök í föstu formi og streymis eintök)

Endurskoðað síðla árs 2017.  

Breiðskífur sem komu út fyrir 1. janúar 2018 fylgja þeim viðmiðum sem voru í gildi þegar viðkomandi plata kom út.  

Smáskífur – stök lög:

  • Gullsmáskífa: meira en 500.000 streymiseiningar
  • Platínusmáskífa: meira en 1.000.000 streymiseiningar
  • Tvöföld platínusmáskífa: meira en 2.000.000 streymiseiningar – og svo framvegis

Ákveðið í apríl 2018.

Endurskoða skal árlega.