Fréttir

Upplagseftirlit 2013

Nýtt upplagseftirlit fyrir síðasta ár hefur verið birt.

Félag hljómplötuframleiðenda sér um upplagseftirlit hjá félagsmönnum sínum og tekur saman heildarniðurstöður tvisvar á ári. Gögnum var safnað saman um mitt ár 2013 og aftur á tímabilinu frá febrúar og fram í apríl 2014. Niðurstöðurnar byggja á sölutölum þeirra félagsmanna sem tóku þátt, auk tveggja söluaðila rafrænnar tónlistar. Helstu framleiðendur innlendra hljómplatna og dreifingaraðilar erlendra hljómplatna fylltu út skýrslur um heildarsölu hljómplatna í krónum og eintökum. Salan er miðuð við heildsöluverð hljómplatna frá framleiðendum án virðisaukaskatts. Rafræn sala er gefin upp sérstaklega líkt á síðasta ári, en einnig bætast við tekjur frá Spotify. Rafræna salan er færð inn í heildaverðmæti ársins hér að neðan. Tölur frá Gogoyoko eiga eingöngu við um hluta ársins. Ekki var hægt að fá nákvæmar sölutölur vegna breytinga sem áttu sér stað hjá fyrirtækinu á árinu.

Kynntu þér eftirlitið sem og eftirlit síðustu ára hér.

Nýjar úthlutunarreglur

Á aðalfundi FHF voru nýjar úthlutunarreglur samþykktar.

 

Smelltu hér til að kynna þér nýju reglurnar.